Cassie Miles

Bylurinn
Bylurinn

Bylurinn

Published 1. október 2014
Vörunúmer 306
Höfundur Cassie Miles
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Hægðu á þér, Sarah. Fallið hérna megin er ferlega hátt.
–Þetta eru bara fimm metrar. Sarah Bentley hikaði og beindi
geisla vasaljóssins fram af brúninni þar sem myrkrið gleypti geislann. Það var skýjað þessa nótt og engin birta frá tunglinu. Hún
yppti öxlum og gekk áfram. Það marraði í frosnum snjó undir
stígvélunum hennar. –Ég myndi ekki kalla þetta fall. Þetta er aflíðandi brekka. Þú hefur verið í brattari skíðabrekkum.
–Ekki um miðja nótt, sagði vinkona hennar, Emily Layton.
–Ekki án skíða.
Þessi skógarstígur lá frá Gistiheimili Bentley að borunarstað
Hackman Oil og stígurinn var nokkurn veginn bein lína, sem
þýddi að hann var stysta leiðin á milli staðanna tveggja. En það
þýddi ekki endilega fljótlegasta. Sarah velti fyrir sér hve gáfulegt
það hefði verið að fara þessa leið. Hún stansaði á stígnum og sneri
sér að vinkonu sinni. –Af hverju keyrðum við ekki?
–Í textaboðunum frá BAF var talað um að nota stíginn. Gufuský var við munninn á Emily, þar sem yfirleitt mátti finna bros.
–Stígurinn var sérstaklega nefndur.
–Ég tek ekki við skipunum frá þeim ösnum. Henni líkaði ekki
við BAF, öfgakenndan umhverfisverndarhóp sem gerði margt
heimskulegt. –Í hvaða rugli er ég að lenda?
–Ég var búin að segja þér það. Emily ranghvolfdi augunum og
stappaði niður fæti, hagaði sér eins og táningur en ekki tuttugu og
átta ára gömul kona sem yrði gift innan skamms. –Ég fékk textaboð um miðnættið þar sem stóð að BAF ætlaði að senda Hackman
Oil skilaboð. Þeir vilja að ég komi til þeirra og sögðu mér að hafa
hljótt og koma eftir skógarstígnum. Ég þurfti að hafa þig með til

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is