Carol Ericson

Fjölskylduleyndarmál
Fjölskylduleyndarmál

Fjölskylduleyndarmál

Published September 2015
Vörunúmer 348
Höfundur Carol Ericson
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Faðir þinn var myrtur. Þú gætir orðið næst.
London Breck leit upp af miðanum og greip um handlegg
þjónsins, sem var að snúa sér undan. –Fyrirgefðu. Hver lét þig
hafa skilaboðin?
Ungi maðurinn galopnaði augun og London sleppti hvíta jakkanum hans.
–Eins og ég sagði þér, ungfrú Breck, fann ég samanbrotið
blaðið á bakkanum mínum. Nafnið þitt var skrifað á það. Ég...
veit ekki hver setti það þar og... ég las það ekki.
Hún braut blaðið saman og setti í veskið sitt, tók tíu dala seðil
upp í staðinn. –Allt í lagi. Takk fyrir að koma þessu til mín.
Þjónninn stakk seðlinum í vasann og flýtti sér burt.
Einhver hafði ákveðið að grínast í henni, eða kannski var þetta
upphafið að einhverri blekkingu. London strauk hárlokk aftur fyrir
eyrað. Ef þessi svikahrappur taldi sig geta leikið á hana eða Breck
Global Enterprises, þekkti hann ekki lögfræðingahópinn hennar.
Hún rétti úr bakinu og leit rólega í kringum sig. Brosið var svo
stíft að hana verkjaði í vangana. Það fylgdi hlutverki hennar á
fjáröfluninni. Að safna fé var eina starfið sem hún hafði haft, það
eina sem hún kunni að gera.
Hún lyfti kampavínsglasi af nálægum bakka og beindi athyglinni að gestunum í sal Fairmont-hótelsins. Hver hafði sent henni
skilaboðin? Einn glæsilegur í horninu vakti athygli hennar.
Þótt kjólfötin uppfylltu klæðastaðalinn þarna, sást á honum að
þetta var utangarðsmaður. Kjólfötin gátu ekki falið kraft mannsins, og þá var hún ekki bara að hugsa um breiðar axlirnar.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is