Melaine stóð í efstu tröppunni við húsið sitt í Atlanta, Georgíu og skildi ekki hvernig nokkur kona með réttu ráði gat gengið í sokkabuxum í þessum júníhita. Af hávöxnu, svörtu konunni sem hafði hringt dyrabjöllunni hjá henni lagði daufa reykingalykt og hún leit út eins og hún væri í reykingaþörf.