Bræðurnir

Skálkaskjól
Skálkaskjól

Skálkaskjól

Published Mars 2017
Vörunúmer 366
Höfundur Alice Sharpe
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Sierra Hyde faldi geispann á bak við krepptan hnefann og hélt á hvítvínsglasinu í hinni þar sem hún sat við langa mahóníborðið á barnum. Tónlistin, básarnir innar í salnum og stóru speglarnir... henni fannst hún hafa komið hingað áður en athygli hennar var þó fyrst og fremst bundin kvenmanni sem sat einsömul í dimmum bás innst í salnum. Konan var Natalia Bonaparte, þrjátíu og þriggja ára gömul og starfaði sem atvinnuráðgjafi. Tíð augnatillit á demöntum skreytt úr sem hún bar um úlnliðinn benti til þess að náunginn, sem hún hafði mælt sér mót við, væri seinn fyrir en það vissi Sierra fyrir. Hún var þarna stödd til að ná ljósmynd af náunganum og konunni saman. Samkvæmt skjólstæðingi Sierru, Savönnuh Papadakis, yrði sá náungi brátt fyrrverandi eiginmaður Savönnuh. Það var eins gott að rétti náunginn léti sjá sig því það var orðið ansi þreytandi að fylgja Nataliu eftir þótt það hefði einungis staðið yfir í tvo daga. Á þeim stutta tíma hafði hún þurft að sækja hvert öldurhúsið á fætur öðru þar sem Natalia reyndist vera ansi virk á félagslega sviðinu. −Má bjóða þér annan? spurði barþjónninn. Sierra leit undrandi á glasið í hönd sér og sá að það var hálftómt. –Við skulum láta engiferöl duga, svaraði hún. Ef heppnin væri með henni léti eiginmaður skjólstæðings hennar sjá sig fljótlega þannig að hún næði nokkrum ljósmyndum af þeim skötuhjúunum saman og gæti síðan drifið sig heim. Hún þurfti á góðum nætursvefni að halda eftir að hafa hangið yfir kvenmanninum á diskóteki hálfa nóttina á undan. Barþjónninn hellti engiferöli í glas handa henni og í sömu andrá voru útidyrnar að kránni opnaðar. Tveir ungir piltar...

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is