BLACKHAWK

HÖRKUTÓLIÐ
HÖRKUTÓLIÐ

HÖRKUTÓLIÐ

Published Janúar 2021
Vörunúmer 83
Höfundur Nicole Severn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þú hefur nákvæmlega fimm sekúndur til að leysa frá skjóðunni, sagði Sullivan Bishop og renndi fingrinum eftir gikknum á byssunni.
–Ég er óvopnuð.
Konan rétti hendurnar upp að öxlum en hreyfði sig ekki að öðru leyti. Falleg var hún, en fallegar konur lugu best. Það hafði reynslan kennt honum. Og þessi granna, dökkhærða kona sem stóð í miðri skrifstofunni hans var einhver sú laglegasta sem hann hafði séð.
Hún var áreiðanlega vopnuð.
–Ég vil tala við þig. Mér datt í hug að þetta væri besti staðurinn til þess.
Hann tvísté og hjartað sló ört er hann herti takið á Glock­skammbyssunni sinni. Hvað var langt síðan hann hafði hugsað um Jane Reise, hinn fræga saksóknara hersins? Níu mánuðir?
Meira?
Það skipti ekki máli. Enginn óviðkomandi sprangaði inn í aðalstöðvar Blackhawk­öryggis­ þjónustunnar og út aftur án þess að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar.
Jane þurfti að svara fyrir býsna margt.
–Og datt þér ekkert betra í hug en að brjótast inn í öryggisþjónustuna mína eftir lokun?
Hvernig í fjáranum komstu inn?
Sullivan nálgaðist hana hægt og rólega meðan hann lagði við hlustir. Hvernig hafði hún komist framhjá öryggiskerfinu hans?
Blackhawk bauð úrvals öryggisþjónustu, til dæmis myndavélar, hitaskynjara, hreyfiskynjara og svo framvegis. Það sem viðskiptavinurinn vildi útvegaði fyrirtækið honum.
Stundum bauð það upp á persónulega vernd, rannsókn, endurheimt og stuðning. Þjónustan var alhliða. En í augnablikinu fann hann á sér að Jane væri ekki þangað komin til að auka öryggisgæsluna heima hjá sér. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is