Bella Bucannon

Ófædda barnið
Ófædda barnið

Ófædda barnið

Published Nóvember 2016
Vörunúmer 370
Höfundur Bella Bucannon
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Þriðju dyr til vinstri. Hvers vegna í fjandanum hafði hann ekki hlustað á eðlisávísunina, hringt í hótelið, hafnað boðinu og fleygt orðsendingunni sem boðsend hafði verið á skrifstofuna hans? Hann hafði aldrei heyrt minnst á Alinu Fletcher og hafði hvorki tíma né orku í dularfull fundarboð. Hins vegar hafði hann hnotið um eina setningu, þar sem lauslega var vísað til fjölskyldu hans. Fimm vikur voru liðnar síðan systir hans og mágur dóu í Barselónu og fyrir hálfum mánuði hafði hann farið til Spánar í annað sinn vegna dánarbús þeirra. Hann var úrvinda. Það hafði verið afar þreytandi að fljúga yfir hafið og fást við staðaryfirvöld um leið og hann gekk frá kaupum á nýju hóteli. Hann talaði ofurlitla spænsku og það bætti nokkuð úr skák, en svefnleysið ekki. Hann þurfti að taka sér frí til að syrgja Louise, systur sína, og einnig Leon, sem hafði verið besti vinur hans síðan í barnaskóla. Öll frekari angist var óvelkomin. Gegnum opnar dyrnar sá hann greinilega konuna sem stóð við gluggann. Hún var grönn, meðalhá, með stutt, dökkt hár og í flatbotna skóm. Það var óvenjulegt á þessum tímum hárra hæla. –Ungfrú Fletcher? sagði hann, hranalegar en hann hafði ætlað sér. Líklega var hnútnum í maganum um að kenna. Hún sneri sér hægt við og enn meira rugl komst á tilfinningarnar. Augun voru þreytuleg og úr þeim skein sársauki. Þau stækkuðu, lokuðust og opnuðust svo aftur. Þá var sársaukinn horfinn. Einhverju hafði brugðið fyrir í þessum djúpu,

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is