Angi Morgan

Varðliðinn
Varðliðinn

Varðliðinn

Published Febrúar 2017
Vörunúmer 2. tbl. 2017
Höfundur Angi Morgan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Texas varðliðinn Mitchell Striker hafði unnið að leynilegu verkefni sem bifvélavirki þarna í Marfa síðustu sex mánuðina. Einum of langur tími að eigin áliti en enginn hafði spurt hann álits. Hann sá ekki nokkurn skapaðan hlut í þessari stellingu og einbeitti sér því að hljóðunum í kringum sig. Fótatak einhvers sem dró fæturna. Pappír sem féll í gólfið. Andardráttur. Spenna lá í loftinu. Hann skildi ekki hvernig á því stóð að hann hafði dottið... sem var sennilega vegna þess að hann hafði ekki dottið. Hann hafði verið barinn í höfuðið. Stóll stall í gólfinu og æstar raddir heyrðust í kjölfarið. −Þú þurftir ekki að berja hann með skrúflyklinum. Mitch stirðnaði þegar hann heyrði röddina. Þetta var dóttir Ryland, eiganda verkstæðisins. Hvernig stóð á því að hún var ekki heima hjá syni sínum svona seint um kvöld? −Hvað ef hann hefur slasast alvarlega? −Það væri ágætt. Við sögðum þér að halda honum frá verkstæðinu um hríð. Hvað er hann líka að vilja hingað um miðja nótt? Hefur þú kannski farið á bak við okkur allan tímann? Karlmannsrödd með svolitlum Norður ríkjahreim. Þessi náungi var allavega hvorki frá Texas né annars staðar héðan að sunnan. −Hann starfar sem bifvélavirki hérna á verkstæðinu og sefur í bakherberginu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is