Flýtilyklar
Amy Ruttan
Milljarðamæringurinn
Lýsing
Fjandi kalt. Doktor Henry Blake gretti sig yfir fyrstu snjókornunum sem svifu um í loftinu. Hann hataði kuldann. Hann hataði ferska loftið, skógana og vindkælinguna og hann gretti sig yfir skýjuðum himninum, vonaði að hann gæti brætt hvert einasta fjandans snjókorn sem féll til jarðar. Af hverju er ég aftur hérna? Og þá mundi hann greinilega af hverju hann var kominn aftur til Colorado í bitrum febrúarkuldanum. Hann mundi af hverju hann hafði verið dreginn í burtu frá sínu hlýja, fallega heimili við ströndina í Los Angeles... til að takast á við vandamál að beiðni föður síns. Hann hafði fæðst í Aspen, Colorado. Það var þar sem faðir hans var fylkisstjóri og sat í stjórnum margra sjúkrahúsa í fylkinu. Þrátt fyrir að þetta væri fæðingarstaður Henry eyddi fjölskylda hans ekki miklum tíma hérna. Foreldrar hans voru efnað heldra fólk og kom bara til Aspen þegar snjórinn var ferskur svo þau gætu umgengist ríka og fræga fólkið. Foreldrar hans kusu frekar Denver, DC eða New York. Hvar sem hinir valdamiklu vinir þeirra héldu til voru foreldrar hans ekki langt undan. Þar sem hann hafði alltaf verið skilinn eftir einn. Aleinn í stóru húsi í Denver. Aleinn í heimavistarskóla á jólunum. Aleinn og hræddur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók