Amanda Stevens

Morðingi bíður færis
Morðingi bíður færis

Morðingi bíður færis

Published Febrúar 2020
Vörunúmer 370
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Stóra húsið við Tradd stræti hafði ekki breyst mikið frá því Arden Mayfair flutti að heiman fjórtán árum áður. Fallega
píanóið safnaði enn ryki í öðrum enda stofunnar og á marmarahillunni yfir arninum héldu löngu liðnir forfeður sinn hefðbundna vörð. Síðdegissólarinnar varð tæplega vart í gegnum þykka viðarhlerana sem voru fyrir öllum gluggum. Bergmálið af fótataki Arden fylgdi henni í gegnum tvöföldu dyrnar inn í stofuna. Erfiðar minningar leituðu á huga hennar þegar hún horfði út yfir garðinn og hún var því fljót að snúa sér í hina áttina. Út í garðinn treysti hún sér ekki til að fara strax. Hún gæti reyndar sleppt því alfarið með því að fara aftur á morgun.
Veggir hússins voru þegar farnir að þrengja óþægilega mikið að henni. Arden dró djúpt andann og horfðist í augu við forfeður sína á veggjunum. Hún hafði aldrei óttast þá látnu. Það voru eftirlifandi ættingjar sem ásóttu hana í draumum hennar.
Þetta glæsilega hús með öllum bogunum og veröndunum hafði áður verið stolt ömmu hennar og gleði. Þegar Arden hugsaði til baka til bernskuáranna... áður en morðið var framið... stóðu garðsamkvæmi, veglegar veislur og fjölmenn samkvæmi upp úr í minningunum. Einnig notalegar morgunstundir í leikherberginu og síðdegisstundir við sundlaugina. Þegar rigndi hafði móðir hennar stundum skipulagt veiðiferðir og feluleiki fyrir gestina. Einhverju sinni hafði Arden tekist að fela sig svo vel að hún fannst ekki fyrr en seint og um síðir og var þá steinsofandi. Eftir uppgerðarskammir móður sinnar mundi hún 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is