Ástarsögur

Óvænt hlutverk
Óvænt hlutverk

Óvænt hlutverk

Published Maí 2016
Vörunúmer 364
Höfundur Amanda Berry
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Fyrir átta árum.
Brady Ward hreyfði sig ekki þegar rúmið hreyfðist. Maggie
tiplaði berfætt yfir harðviðargólfið. Einu hljóðin sem rufu morg unkyrrðina komu þegar hún tíndi fötin sín upp af gólfi herbergisins
sem hann hafði alist upp í. Enginn hani hafði galað.
Síðustu gestirnir úr útskriftarveislu Lukes höfðu farið nokkrum mínútum fyrr. Bílhljóð höfðu vakið hann. Hljóðin höfðu líklega einnig vakið Maggie. Honum kólnaði á þeirri hlið líkamans
þar sem líkami hennar hafði verið skömmu áður.
Brady lá kyrr svo hún gæti horfið úr lífi hans jafn auðveldlega og hún hafði skotist upp í rúmið hans kvöldið áður. Hann
fann næstum lyktina af möguleikum. Að þetta gæti verið eitthvað meira ef þau vildu. Ef hlutirnir væru öðruvísi gæti þetta
verið meira en bara ein nótt.
Skröltið í hurðarhandfanginu hætti skyndilega og hann þóttist
finna fyrir augnaráði hennar á bakinu á sér. Eins og hún væri að
gefa honum eina lokastund til að bjóða henni aftur í rúmið, lofa
henni einhverju meira. En hann gat ekki gefið neinum það.
Blómailmurinn af Maggie barst til hans, heillandi og tælandi.
Mjúk rödd hennar ómaði í huga hans... ég er ekki vön að gera
þetta. Ljóst hárið hafði verið eins og silki á milli fingra hans,
brún augun höfðu látið honum líða eins og hann væri eini maðurinn í heiminum.
Dyrnar opnuðust og hún var farin.
Brady velti sér og horfði upp í loftið. Grátt gifsið var sprungið
og kóngulær áttu heima í horninu. Hann hunsaði kunnuglegan
verkinn í brjóstinu.
Síðasta sumar hafði verið nógu erfitt. Hann hafði komið heim
úr háskólanum til að hjálpa Sam með býlið og reyna að halda
Luke frá of miklum vandræðum. Án foreldranna voru bræðurnir
þrír ekki sama fjölskylda og áður.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is