Ástarsögur

Flókin fortíð
Flókin fortíð

Flókin fortíð

Published Júní 2023
Vörunúmer 449
Höfundur Judy Duarte
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Marissa Garcia beygði sig yfir töskuna sína, sem lá á bak við búðarborðið í Kleinuhringjabúð Dörlu, og tók
farsímann upp úr henni.
Síðan rétti hún úr sér og sendi skilaboð: Er nokkuð að frétta?
Hún beið átekta og þegar hún fékk ekkert svar lagði hún símann á borðið við hliðina á kaffivélinni. Hún hlyti að frétta eitthvað fljótlega.
Litla bjallan á hurðinni klingdi þegar útidyrnar voru opnaðar.
Svo heyrði hún rödd roskins karlmanns. –Hér er nú aldeilis indæll ilmur. Ég vildi að ég gæti unnið með þér
allan daginn, Marissa.
Hún hló. –Ég veit það. Mér þykir alltaf leiðinlegt að fara héðan, jafnvel þegar vinnudagurinn er búinn.
Carl Matheson var hálfáttræður og hafði barist í tveimur styrjöldum, seinni heimsstyrjöldinni og Persaflóa stríðinu. Hann var einn af athyglisverðustu íbúum Fairborn og eftirlætisviðskiptavinur Marissu.
Hún brosti hlýlega til hans. –Góðan dag, ofursti.
Hvernig hefurðu það?
–Ég get ekki kvartað.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 


Ofurstinn var hrukkóttur í framan með falleg, blá augu og skeggbrodda á hökunni. Hann deplaði til hennar auga
og brosti er hann ýtti rauðu göngugrindinni sinni inn eftir gólfinu og að glerborðinu í afgreiðslunni.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is