Ástarsögur

Endurkoma
Endurkoma

Endurkoma

Published Maí 2018
Vörunúmer 388
Höfundur Karen Templeton
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Pabbi, pabbi!
Cole Rayburn var orðinn kolruglaður í kollinum eftir búðarferð með tveimur unglingum. Hann hleypti brúnum og leit á tólf ára gamla dóttur sína, sem skalf. Hún var komin að frostmarki þarna inni í matvörubúðinni, klædd hlýralausum bol og stuttum samfestingi, en síða, ljósa hárið skýldi að vísu öxlunum. En hún hafði ekki hlustað á ráðleggingar Coles um að fara í peysu...
Í rödd Brooke vottaði fyrir skelfingu. Cole varð ekki um sel en reyndi að láta sem minnst á því bera.
–Hvað er að, elskan?
–Þessi maður þarna, hvíslaði hún og færði sig nær Cole. Það hafði hún oft gert undanfarna viku, eins og hún óttaðist að hann hyrfi ef hún liti af honum. –Nei, þessi við eplin. Sá hvíthærði.
Hann starir á okkur eins og hann þekki okkur eða eitthvað.
Nokkrum metrum frá þeim stóð hinn dökkhærði, slánalegi bróðir hennar, Wesley, og góndi á himinháan stabba af gosdósum. Þeir feðgar horfðust í augu eitt andartak, en Cole stóðst bænaraugu drengsins, sem stundi. Cole fann fyrir sektarkennd.
Svo leit hann á manninn sem Brooke var að tala um.
Ja, hérna. Æska hans stóð honum allt í einu skýrt fyrir hugskotssjónum.
Hann hafði vitaskuld reiknað með því að rekast á einhvern úr fjölskyldunni sem hann hafði nánast alist upp með. En ekki svona fljótt. Hann hafði heldur ekki búist við því að tilfinningarnar yrðu jafn blendnar þegar það gerðist og raun varð á.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is