Ástarsögur

Dóttir kúrekans
Dóttir kúrekans

Dóttir kúrekans

Published Febrúar 2022
Vörunúmer 433
Höfundur Judy Duarte
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Kúrekinn Nate Gallagher hafði riðið með nautunum í Pamplóna og setið nokkra af ólmustu hestum landsins í keppnum og sýningum, en aldrei hafði hann staðið fyrir neinu jafn ógnvekjandi og óþægilegu og þessu. Hvern fjandann átti hann að gera við fyrirbura? Sumar beltissylgjurnar hans voru áreiðanlega þyngri en þessi agnarsmáa telpa. Nýburahjúkrunarfræðingurinn var nýbúinn að koma Jessicu litlu fyrir í burðarstólnum og benti á hvítan plastpoka með merki spítalans. –Ég stakk nokkrum pelum og þurrmjólkurdós í pokann handa þér til að taka með heim. Ertu tilbúinn? Nei, fjandakornið. Hjartað sló svo ört að hann hélt að það myndi springa. Svo var hann kófsveittur að auki. En hann skyldi hundur heita ef hann sýndi á sér einhver hræðslumerki. –Jamm. Hann tók upp burðarstólinn, sem hann gat komið fyrir í aftursætinu á pallbílnum sínum. Stóllinn var alveg jafn léttur og þegar hann kom með hann á heilbrigðisstofnunina í Brightondal. Ef hann hefði ekki kíkt ofan í hann, þar sem Jessica litla lá og svaf, hefði hann ekki grunað að hún væri þar. En þarna var hún vissulega, um það bil að fara burt með honum og yfirgefa öryggið á spítalanum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is