Ást og undirferli

Réttlætið sigrar
Réttlætið sigrar

Réttlætið sigrar

Published Febrúar 2016
Vörunúmer 2. tbl. 2016
Höfundur Robin Perini
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Hún herti sig gegn kuldanum, mætti alvarlegum
augum systur sinnar og tók svo upp fimm ára
gömlu frænku sína. Laurel hélt Molly þétt að sér.
Stelpan var að jafna sig eftir hálsbólgu og hafði
krafist þess að fá að veifa bless. Ivy veifaði á móti
og kvíðinn var greinilegur í augum hennar. Og það
voru ekki venjulegar áhyggjur móður af yngstu
dóttur sinni.
Laurel virti fyrir sér umhverfi hússins, sem var
staðsett nokkuð fyrir utan næsta bæ. Það var ekki
hægt að hrópa til næsta nágranna og því ætti að
vera rólegt þarna. Og öruggt. Laurel var kannski
bara gagnagreinir hjá CIA en hún hafði farið í
gegnum sömu þjálfun og vettvangsfulltrúar. Hún
vissi hverju hún átti að svipast eftir.
Ekkert virtist óeðlilegt, samt gat hún ekki hunsað spennuna sem var í hverjum vöðva og safnaðist
saman í maganum. Systir hennar og mágur neituðu
að láta óttann skemma jólin fyrir börnunum en
Laurel hafði þekkt álagið í augum systur sinnar,
áhyggjurnar í svip mannsins hennar. Of margar
slæmar tilfinningar voru undir yfirborðinu þegar
systir hennar leit á hana.
Laurel snerti silkimjúkt ljóst hárið á frænku
sinni.
Molly horfði á eftir foreldrum sínum, bróður og
systur. Blá barnsaugun fylltust af tárum. –Þetta er
ekki sanngjarnt. Ég vil fara með á sýninguna. Ég
átti að vera engill.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is