Ást og undirferli

Lykillinn
Lykillinn

Lykillinn

Published Maí 2016
Vörunúmer 5. tbl. 2016
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

–Gaur, ég er bara að segja að fyrst þú vildir
ekki fá ömurlegt verkefni hefðirðu ekki átt að
kýla yfirmann þinn.
Sawyer Branson ranghvolfdi í sér augunum og hélt áfram för sinni eftir ganginum í
byggingunni sem hýsti aðalstöðvar Ómega.
–Láttu ekki svona, Evan, sagði Sawyer við
félaga sinn, ég kýldi hann ekki. Ég hrasaði.
–Já, þú hrasaðir og dast af slysni beint á
kjammann á Burgamy, sagði Evan og gat ekki
annað en hlegið.
Reyndar hlógu allir í Ómega þegar minnst
var á þetta.
Sawyer nam staðar við skrifborðið sitt og
leitaði að hálsbindi í skúffunum. Vissulega
hafði hann slegið yfirmann sinn fyrir hálfum
mánuði, en um neyðartilvik hafði verið að
ræða og Cameron, bróðir hans, hafði ætlað að
gera dálítið enn verra. Hann hafði ætlað að
miða byssu á yfirmanninn.
Þess vegna hafði Sawyer hrasað og dottið
af slysni beint á hökuna á Dennis Burgamy.
En var það Sawyer að kenna þótt Burgamy
hnigi í gólfið eins og tuskudúkka við svo létt
högg?
En með slysinu höfðu þeir Cameron
bjargað lífi unnustu hans, handtekið nokkra
afar vonda karla og í rauninni bjargað heiminum. Að launum fékk Sawyer tveggja vikna
launalaust leyfi frá störfum, takk fyrir kærlega.
Sawyer rótaði í skúffunni. Hvar var árans
bindið? Þetta var fyrsti dagurinn hans í vinnunni og hann gat ekki farið bindislaus inn á
skrifstofu Burgamys, enda þótt snyrtilegur
klæðnaður væri ekki efst á forgangslistanum
í Ómega.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is