Ást og undirferli

Fingraför
Fingraför

Fingraför

Published Apríl 2015
Vörunúmer 4. tbl 2015
Höfundur Natalie Charles
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Tíu mánuðum eftir að Lena Perez hvarf fannst
konulík á bökkum árinnar Charles. Síminn vakti
Gray Bartlett aðstoðaryfirlögregluþjón klukkustund áður en vekjaraklukkan hans átti að hringja.
–Ég vil ekki fullyrða of mikið strax, en þetta
er líkt handbragði Valentínusar, sagði aðstoðarvarðstjórinn. Gray þurfti ekki að vita meira.
Valentínus var hans mál, hans morðingi. Enn
eitt líkið sem sá maður hafði á samviskunni.
Hann brölti fram úr, neri á sér andlitið og
staulaðist fram í eldhús. Íbúðin var fábrotin og
alls ekki heimilisleg. Hann nam staðar á eldhúsgólfinu, klæddur nærbuxum einum fata, hellti í
sig kaffi frá deginum áður og virti fyrir sér tómlegar vistarverurnar. Svo fleygði hann drykkjarkönnunni í vaskinn.
Fyrstu tveir sólarhringarnir skiptu mestu máli.
Eftir það minnkuðu líkurnar á því að hægt væri
að upplýsa glæpinn. Hve mörgum klukkustundum skyldi Gray vera á eftir morðingjanum?
Hafði glæpurinn verið framinn fyrir tveimur
dögum eða fimm tímum? Hann fór í steyðibað,
rakaði sig og var kominn út tíu mínútum seinna.
Hann hafði verið enn fljótari að komast í gang
þegar hann var í hernum.
Umferðin inn í Boston var lítil. Háskóla stúd entar voru í sumarfríi og borgin virtist hálftóm. Hann
lagði bílnum hjá lögreglubifreiðum sem stóðu uppi
á hæð þaðan sem sást yfir ána. Þar var nokkur
fjöldi manna saman kominn til að fylgjast með því
sem um var að vera. Lög reglan hafði strengt gulan
borða fyrir tröppurnar niður á árbakk

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is