Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Hættuspil
Þröngur fjallavegurinn endaði við stóra bjargbrún. Ford Cardwell hafði ekki gleymt því. Þegar hann áttaði sig á því að hann hafi farið þennan veg þá vissi hann að það var ástæða fyrir því. Það var svo auðvelt að halda bara áfram, komast í burtu, eyða þessum sársauka. Hann brunaði niður veginn. Hann hélt hann yrði betri þegar hann kæmi heim. Hann hélt hann gæti gleymt öllu og orðið aftur maðurinn sem hann var. Hjartslátturinn jókst þegar hann nálgaðist brúnina. Það var nú eða aldrei. Orðin sem hann heyrði þegar hann var yngri endurómuðu í höfði hans. Hann sá sjálfan sig standa á hlöðuloftinu og horfa niður á hrúgu af heyi. Að stökkva eða ekki. Það var nú eða aldrei. Hann var stutt frá brúninni þegar síminn hans hringdi. Hann ýtti snöggt á bremsurnar. Kannski voru þetta bara eðlileg viðbrögð eða kannski vildi hann í rauninni lifa. Jeppinn rann til þegar hann bremsaði og stoppaði alveg við brúnina. Hann leit út um gluggann og fann hjartað slá hraðar. Bara nokkrir sentimetrar í viðbót og hann hefði ekki getað stoppað. Síminn hans hringdi aftur. Ætli þetta sé merki? Eða er þetta bara tilviljun? Hann setti jeppann í bakgír og spólaði aftur á bak.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vægðarleysi
Eins og vofa staulaðist konan út úr myrkrinu og í bjarmann frá bílljósunum hans. Hún var með rifið lak utan um sig. Það bærðist í vindinum ásamt límbandinu sem dinglaði niður úr olnbogum hennar og öðrum ökklanum. Hann sá hana líta upp eins og hún hefði ekki orðið pallbílsins vör fyrr en á elleftu stundu. Kvöldgolan lék um dökkt hárið og svipti hulunni af náfölu andlitinu. Augun horfðu á hann andartak áður en hann snögghemlaði. Það heyrðist ískur í hemlum og reykjarlyktin af hjólbörðunum barst að vitum hans þegar hann stöðvaði bílinn. Eitt augnablik sat hann skelfingu lostinn, horfði fram fyrir sig og sá engan. Ekkert nema mannlausa götuna skammt frá heimili sínu. Hann stökk út úr bílnum, sannfærður um að hann hefði ekið á hana og hún lægi alblóðug á malbikinu. En hann hafði hvorki fundið né heyrt dynk. Hafði honum hugsanlega tekist að sneiða framhjá henni? Hafði þetta kannski alls ekki verið kona? Næstu andartök stóð hann kyrr á götunni með bíldyrnar opnar og vélina í gangi. Hann var hræddur við það sem hann kynni að sjá og enn hræddari við það sem hann sæi kannski ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launsátur
JoRay „Jinx” McCallahan gekk hröðum skrefum inn á skrifstofu lögreglustjórans. Harvey Bessler leit undrandi upp frá skjölunum sem hann var að vinna að. –Leyfðu mér að geta, T.D? sagði hann og andvarpaði. –Hvað á ég að gera við hann? Ég er að skilja við hann. Ég er með nálgunarbann á hann, eins og það geri eitthvað gagn. Ég er búin að hrekja hann af landareigninni með byssu. Þarf ég að skjóta andskotann svo hann haldi sig í burtu? –Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í okkur þegar hann brýtur nálgunarbannið og við komum og sækjum hann. –Og hann losnar nokkrum klukkutímum seinna alveg bálreiður og staðráðinn í að gera líf mitt óbærilegt. Harvey kinkaði kolli til samúðar. –Því miður þá höfum við ekkert annað til þess að halda honum. Nema við gómum hann við að gera eitthvað ólöglegt. Lögreglustjórinn benti henni á að setjast niður og settist svo sjálfur niður og horfði á hana yfir gleraugun sín. –Hvernig líður þér annars? Hún hnussaði og settist niður. Hún hafði komið reglulega á skrifstofuna hans síðan hún var krakki.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Járnvilji
Hank Savage pírði augun þegar búgarður fjölskyldunnar kom í ljós. Sólin skein á óhreina framrúðuna á pallbílnum hans. Hann stöðvaði bílinn, hallaði sér fram á stýrið og virti fyrir sér Cardwell-búgarðinn. Búgarðurinn virtist ekki hafa breyst mikið. Tvílyfta húsið þar sem hann hafði alist upp var nákvæmlega eins og forðum. Minningar kviknuðu um útreiðartúra, virkissmíði í skóginum við lækinn, fjölskylduna sitjandi við stóra eldhúsborðið á morgnana, sólskinið og hláturinn. Hann sá og skynjaði allt sem hann hafði gefið upp á bátinn, allt sem hann hafði flúið og misst. –Er langt síðan? spurði kynþokkafulla, dökkhærða konan í farþegasætinu. Hann kinkaði kolli, ýtti kúrekahattinum upp á ennið og velti því fyrir sér hvern fjandann hann væri að gera þarna. Þetta var slæm hugmynd, jafnvel sú versta sem hann hafði nokkurn tíma fengið. –Ertu farinn að efast? Hann hafði varað hana við stóru fjölskyldunni sinni en hún sagst myndu spjara sig. Hann var ekki svo viss um það. Hann hræddist fátt og var stoltur af því. Hann hikaði til að mynda ekki við að sitja naut. Í starfi sínu sem línumaður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Illur ásetningur
Um leið og Fiona fann bréfið í sokkaskúffunni hans Chase þá vissi hún að þetta þýddi eitthvað slæmt. Hún fann óttann flæða um líkamann þannig að hún átti erfitt með andardrátt og hjartað sló á ógnarhraða. Hún studdi sig við kommóðuna og reyndi að telja sjálfri sér trú um að þetta væri ekki svo slæmt. En umslagið var ljós fjólublátt og þetta var augljóslega kvenmannsrithönd. Það sem verra var, Chase hafði haldið bréfinu leyndu. Það var engin önnur ástæða fyrir því að bréfið var í sokkaskúffunni hans. Hann hafði ekki viljað að hún sæi það vegna þess að það var frá annarri konu. Nú óskaði hún þess að hún hefði ekki verið að hnýsast. Hún hafði notað aukalykilinn sem hún lét búa til og stolist inn. Hún fann að hann hafði verið að draga sig frá henni upp á síðkastið. Hún hafði fengið þessa tilfinningu oft áður en hún ætlaði ekki að leyfa þessum manni að kremja hjarta sitt. Hún ætlaði heldur ekki að leyfa annarri konu að taka hann frá sér. Þess vegna varð hún að komast að því af hverju hann hafði ekki hringt í hana, svarað skilaboðum hennar og af hverju hann forðaðist hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mundu mig
Fulltrúi Jack Slater hafði ekki fyrr stöðvað pallbílinn fyrir framan litla sveitahúsið þegar hann var stokkinn út og síðan upp á verönd hússins með skammbyssuna á lofti. Hann stökk að útidyrum hússins en skimaði um leið niður eftir veginum og yfir garðinn til þess að fullvissa sig um að hættu steðjaði ekki að. Hann varð ekki var við neitt en það þýddi þó ekki engin hætta væri á ferðum og það var einmitt ástæða þess að hann hafði hraðað sér hingað þegar símhringing barst frá Lucille Booker, hjúkrunarkonunni sem hafðist við í húsinu. Hann var rokinn af stað um leið og Lucille sagði: „Það gæti verið komið upp vandamál, fulltrúi,“ og var auðheyrilega mikið niðri fyrir. Jack vissi sem var að ekki var rétt að tala um gæti verið í þessu sambandi. Vandamál var komið upp. Lucille hafði sinnt þessu starfi í heila þrjá mánuði án þess að hann hefði orðið þess var að hún hefði áhyggjur af einhverju en að þessu sinni hafði hún verið meira en áhyggjufull. Óttaslegin var líklega réttara orð. Jack hafði ekki fyrir því að banka, heldur reif upp lokið á boxinu fyrir utan dyrnar og stimplaði inn kóða á talnaborðið sem þar var. Síðan beið hann óþolinmóður í þá stuttu stund sem tók
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamlar sakir
Eli Slater vaknaði við undarlegt hljóð. Það var einhver fyrir utan.
Honum fannst hann hafa heyrt fótatak en kannski var þetta bara dýr á veiðum. Hann bjó út í sveit og því var alltaf möguleiki á villtum dýrum í kring.
Þegar hann heyrði hljóðið aftur leit hann á vekjaraklukkuna sem var á náttborðinu. Það var rétt eftir miðnætti. Hann bölvaði, vegna þess að hann vissi að hann gæti ekki sofnað aftur nema hann færi fram úr og athugaði hvort þetta væri nokkuð innbrotsþjófur. Það væri þá heimskur innbrotsþjófur sem væri að brjótast inn í hús lögreglumanns. Lögreglumanns sem var vopnaður og pirraður. Eli hafði lokið langri vakt og var þreyttur.
Hann fleygði sænginni af sér og leit á símann til þess að athuga hvort hann hafi fengið skilaboð frá fjölskyldu sinni. Hann átti þrjá bræður og þar sem þeir voru allir lögreglumenn þá gæti hafa komið upp neyðartilvik. En það voru engin skilaboð.
Hann fann magann á sér fara í hnút.
Hann var feginn að það var ekkert að en það hefði getað verið ástæðan fyrir heimsókn svona seint. Ef þetta var ekki einhver úr fjölskyldunni, hver gæti það verið?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylduógnir
Um leið og lögregluþjónninn Owen Slater stöðvaði pallbílinn fyrir utan húsið sitt vissi hann að eitthvað var að.
Engin ljós voru kveikt, ekki einu sinni ljósin á pallinum eða í glugganum á barnaherberginu á efri hæðinni.
Klukkan var rúmlega átta. Það þýddi að kominn var háttatími hjá Addie, dóttur hans, en hún svaf alltaf með kveikt á lampanum.
Barnfóstran, Francine Landry, hefði án efa sent honum skilaboð ef rafmagnið hefði farið af.
Þar að auki hafði Owen þegar séð ljós í útihúsinu.
Það var ekki óvenjulegt, enda logaði oft ljós þar, en ekkert var greinilega að rafmagninu.
Owen var bæði pabbi og lögga. Þess vegna hugsaði hann allt það versta og hjartað herti á slættinum. Ef til vill hafði eitthvað farið úrskeið is. Hann hafði handtekið býsna marga í áranna rás og ef til vill hugði einhver þeirra á hefndir.
Besta leiðin til þess var að ráðast inn á heimili hans, þar sem hann taldi víst að þau feðginin ættu griðastað.
Skelfingin magnaðist þegar hann hugsaði um þann möguleika að dóttir hans væri í hættu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Öryggisbrestur
Þegar Gemma Hanson opnaði útidyrahurðina var dauðaþögn í húsinu.
Öryggiskerfið gaf ekki frá sér neitt hljóð.
Ekkert blikkandi ljós sem varaði hana við að kerfið myndi fara í gang eftir tíu sekúndur. Það þýddi bara eitt, það hafði einhver átt við kerfið.
Morðinginn hafði fundið hana.
Óttinn kom, ískaldur eins og rakvélablað sem skarst í hana og hann dró fram minningarnar.
Minningar sem skáru dýpra í huga hennar en óttinn.
Hún missti pokann og lyklana sem hún hélt á og greip byssuna sína sem hún var með í veskinu. Hún varð samt einhvern veginn hræddari við það að halda á byssunni vegna þess að innst í huga sér vissi hún að það yrði ekki nóg
til þess að stoppa hann.
Nei.
Morðinginn myndi ná henni í þetta skiptið.
Hann myndi klára það sem hann byrjaði á fyrir ári síðan og hann myndi vera viss um að slitróttur andardráttur hennar væri hennar síðasti.
Hún stóð kyrr og reyndi að hægja á hjartslættinum svo hún gæti hlustað eftir honum inni í litla húsinu. Það myndi þýða lítið að hlaupa. Hún hafði lært það af fyrri kynnum við hann, hann vildi láta hana hlaupa.
Þetta var leikur fyrir honum og hann var góð ur í leiknum, þannig náði hann að skjóta þrem skotum í hana áður en hún náði að flýja, síðast þegar þau hittust.
–Hvar ertu? spurði Gemma og stóð enn í dyrunum. Hún náði bara að hvísla orðin. Húsið var hljótt, of hljótt. Þögult sem gröfin.
Hann svaraði ekki, enginn svaraði, þannig að Gemma prófaði aftur. Í þetta skiptið ákvað hún að nota nafnið hans.
–Eric?
Rödd hennar var aðeins sterkari í þetta skiptið og hún hljómaði sterkari en hún var. Það var samt ekki nóg til þess að hræða hann í burtu. Ef Eric Lang væri hræddur við eitthvað þá vissi Gemma ekki hvað það var. Þrátt fyrir að það væri hennar sérgrein, að vita ótta annarra.
Það var sérgrein hennar, leiðrétti hún sjálfa sig.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Spurt að leiklokum
–Með dyggri aðstoð rannsóknateymis Fort Worth hefur okkur tekist að rekja atburðina um það bil ár aftur í tímann, svaraði Zach.
Var heilt ár síðan þessi geðveiki náungi sem fengið hafði viðurnefnið Jacobstown refurinn hóf misþyrmingar og dráp á smádýrum þarna á svæðinu? Síðan hafði hann skipt um gír og byrjað að ráðast á kvígur á nautgripabúgörðum
í nágrenni bæjarins. Aðferðin var sú sama og áður... hann hjó vinstri afturfótinn af vesalings dýrunum þannig að þeim blæddi hægt og ró lega til dauða án þess að geta nokkra björg sér veitt. Dauðu kvígurnar höfðu hingað til flestar
fundist í nágrenni Rushing víkur sem var á landareign Kent búgarðsins. Öll dýr sem orðið höfðu fyrir barðinu á skíthælnum voru kvenkyns og kvenfólk á svæðinu því orðið verulega vart um sig. Núna nýverið hafði fyrsta konan
síðan orðið fyrir barðinu á morðingjanum...
Breanna nokkur GrisvoldEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.