Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Nauðlending
–Í þessu? Maddy Cane snarstansaði eins og hestur sem skyndilega rekur augun í eitursnák beint fyrir framan sig. Henni leist alls ekki á blikuna. –Ætlar þú að segja mér að meiningin sé að fljúga í þessu þvert yfir ríkið. Vissulega hafði hún veitt því athygli að flugvöllurinn var lítill en samt átti hún ekki von á einhverri smá rellu. Hún hafði búið í smábænum Republic í austurhluta Washington ríkis í heilt ár og hún vissi svo sem vel að hún myndi ekki fljúga með Boeing 767. Hér var einungis þessi eini litli flugvöllur með aðeins einni flugbraut og fáeinum litlum flugskýlum. Sjálf hafði hún aldrei flogið með minni flugvél en Boeing 737 sem hún taldi að væri minnsta Boeing tegundin. En þessi smá Cessna var ekkert annað en örlítið fis, reyndar með farþegarými. Maðurinn við hlið hennar skellti upp úr. Þetta var Scott Rankin dómarafulltrúi. Hann hafði verið henni til halds og trausts í gegnum alla þessa þrekraun. Nógu slæmt var að verða vitni að morði og liggja í hnipri aðeins fáein fet frá morðstaðnum en afleiðingar þess að hún hringdi í neyðarlínuna og greindi skilmerkilega frá öllu sem hún hafði séð komu henni í opna skjöldu. Nú voru liðnir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launung
Án bókanna hefði stofan verið dálítið kuldaleg ásýndum. Þar voru nefnilega engin listaverk. Kannski var þetta leiguhúsnæði. Þá vildi konan kannski síður bora í veggina. En á arinhillunni hefði hann átt von á að sjá innrammaðar myndir eða einhverja skrautmuni. Hann hristi höfuðið og gekk að eldhúsdyrunum. Þar nam hann staðar, virti líkið fyrir sér og litaðist um. Ekkert benti til þess að átök hefðu átt sér stað. Líklega hafði fórnarlambið staðið í eldhúsinu, heyrt eitthvað og ætlað að snúa sér við en þá fengið mikið högg á höfuðið. Konan hafði látist samstundis og hnigið niður. Hann settist á hækjur sér hjá líkinu og tók þá eftir óhreinindabletti á hvítu blússunni. Hann stakk í stúf við klæðnaðinn. Þetta var áreiðanlega vinnufatnaður hvítflibbakonu. Hún var í aðskorinni blússu, jakka, svörtu pilsi, háhælaskóm og sokkabuxum. Gljáandi svört handtaska lá á eldhúsborðinu og við hlið hennar farsími. Hafði morðinginn sparkað í konuna að verki loknu? Hann setti á sig einnota hanska í hvelli, opnaði handtöskuna gætilega og tók þaðan seðlaveski. Þar blasti við honum ökuskírteini í glærum plastvasa. Ljósmyndin virtist vera af hinni látnu. Seth skoðaði skírteinið vandlega. Konan hét Andrea Sloan, var dökkhærð með brún augu, í meðallagi há, þrjátíu og sex ára gömul og vildi gefa líffæri að sér látinni. Það var einum of seint í rassinn gripið. Hann setti veskið aftur í töskuna og virti fyrir sér andlit konunnar. Af hverju hafði Andrea Sloan verið myrt? Og af hverju þarna, heima hjá annarri konu? Höfðu þær ef til vill þekkst? Var þetta vinkona eða systir húsráðandans sem hafði komið að henni látinni?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lögreglustjórinn
–Já. –Gætir þú sagt mér hvar? Eða sýnt mér? Hún reyndi að bæra varirnar. –Fáðu þér vatnssopa. Hún fékk sér vænan sopa. Síðan snerti hún höfuðið og öxlina og fann þykkar umbúðir. Loks snerti hún bringuna… engar umbúðir þar en samt fann hún til. –Gott, sagði hann og virtist sáttur. Hún varð að einbeita sér til þess að greina andlitsdrætti hans. Hann virtist hár og grannur og aðeins byrjaður að grána í vöngum. –Hvers vegna er ég hér? –Manstu hvað gerðist? Abbí gerði þau mistök að hrista höfuðið og verkurinn ágerðist um helming. Hún stundi við. Hann hallaði sér ögn nær henni. –Hérna er hnappur sem þú getur þrýst á til þess að fá meiri verkjalyf. Hann sagði eitthvað fleira en hún veitti því enga athygli því hún þrýsti umsvifalaust á hnappinn og fann hvernig sársaukinn dvínaði hægt og rólega. Síðan þrýsti hún aftur og þá loks mundi hún spurningu hans. –Nei. –Hvað er það síðasta sem þú manst? Hún varð að einbeita sér. –Þvottahúsið, niðri í kjallara í húsinu þar sem ég bý. Einhver hafði troðið sér fram fyrir mig til þess að komast í þurrkarann. Hann glotti. –Ég myndi líka muna eftir svoleiðis. –Félagi minn, Neal, hafði áhyggjur af einhverju. Abbí hafði hlotið stöðuhækkun fyrir ári þegar hún varð rannsóknarlögreglumaður hjá lögregluembættinu í Kansas City, Missouri. Neal Walker varð hennar nánasti starfsfélagi. Þau tvö náðu mjög vel saman og Abbí og eiginkona hans höfðu meira að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lykilvitnið
–Eigum við að hafa kremið hvítt? Trina Marr var nú þegar búin að hræra rjómaostakremið sem átti að fara á bollakökurnar sem lágu og kólnuðu á ofngrindinni. –Ég gæti átt eitthvað sykurskraut, látum okkur sjá. Grænt? Rautt? Eða ef við notum bara smá rauðan, þá verður það bleikt? Litla stelpan sem horfði upp til hennar kinkaði kollinum ákaft. Tíkarspenarnir sem höfðu verið settir í hárið á henni í byrjun dags voru orðnir skakkir. –Bleikt? Aftur jánkaði hún. Trina var orðin vön þöglum svörunum. Sem sálfræðingur sérhæfði Katrina Marr sig í vinnu með börnum með áfallastreituröskun. Hin þriggja ára Chloe Keif hafði í upphafi verið einn af sjúklingum hennar en var í dag fósturdóttir hennar. Chloe talaði ekki enn, en hún var afslappaðri með Trinu en nokkrum öðrum. Bæði ein af frænkum hennar og afi hennar og amma höfðu ekki treyst sér til að taka við Chloe vegna vandamálanna sem hún átti við að stríða. Það að bjóðast til að taka hana að sér hafði virst sjálfsagt skref fyrir Trinu, þó þetta væri í fyrsta skiptið sem hún tæki skjólstæðing að sér
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Morðgáta
Vindurinn barði hann sundur og saman og hann var nærri því búinn að missa hattinn út í buskann. Waco Johnson gekk að gamla brunninum. Vindurinn hafði blásið fjalirnar af þannig að hann stóð nú opinn. Það var fullt af yfirgefnum býlum í Montana. Býlum sem voru hægt og rólega að hverfa ásamt þeim sem höfðu búið þar. Hann stoppaði nokkrum skrefum frá brunninum. Hann fann fyrir hrolli þrátt fyrir heitan sumardaginn. Hann leit á húsið sem stóð við hliðina á brunninum. Það sást bara í einn glugga, hinir voru huldir gróðri. Trén sveigðust í vindinum og vörpuðu köldum skugga á grafreitinn við hliðina á húsinu og hliðið að garðinum ískraði í vindinum. Það var eitthvað að angra hann, eitthvað sem hann átti að muna. Hann vissi ekki hvað það var. Hann kveið því sem hann myndi finna. Hann gekk nær brunninum sem var að hruni kominn og hulinn gróðri. Hann sá hvar einhver hafði troðið niður gróðurinn til þess að líta ofan í hann. Gæti það hafa verið sá sem hringdi þetta inn nafnlaust? Hann velti fyrir sér hvernig hann hafi séð brunninn, því hann var vel falin.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuspil
Þröngur fjallavegurinn endaði við stóra bjargbrún. Ford Cardwell hafði ekki gleymt því. Þegar hann áttaði sig á því að hann hafi farið þennan veg þá vissi hann að það var ástæða fyrir því. Það var svo auðvelt að halda bara áfram, komast í burtu, eyða þessum sársauka. Hann brunaði niður veginn. Hann hélt hann yrði betri þegar hann kæmi heim. Hann hélt hann gæti gleymt öllu og orðið aftur maðurinn sem hann var. Hjartslátturinn jókst þegar hann nálgaðist brúnina. Það var nú eða aldrei. Orðin sem hann heyrði þegar hann var yngri endurómuðu í höfði hans. Hann sá sjálfan sig standa á hlöðuloftinu og horfa niður á hrúgu af heyi. Að stökkva eða ekki. Það var nú eða aldrei. Hann var stutt frá brúninni þegar síminn hans hringdi. Hann ýtti snöggt á bremsurnar. Kannski voru þetta bara eðlileg viðbrögð eða kannski vildi hann í rauninni lifa. Jeppinn rann til þegar hann bremsaði og stoppaði alveg við brúnina. Hann leit út um gluggann og fann hjartað slá hraðar. Bara nokkrir sentimetrar í viðbót og hann hefði ekki getað stoppað. Síminn hans hringdi aftur. Ætli þetta sé merki? Eða er þetta bara tilviljun? Hann setti jeppann í bakgír og spólaði aftur á bak.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vægðarleysi
Eins og vofa staulaðist konan út úr myrkrinu og í bjarmann frá bílljósunum hans. Hún var með rifið lak utan um sig. Það bærðist í vindinum ásamt límbandinu sem dinglaði niður úr olnbogum hennar og öðrum ökklanum. Hann sá hana líta upp eins og hún hefði ekki orðið pallbílsins vör fyrr en á elleftu stundu. Kvöldgolan lék um dökkt hárið og svipti hulunni af náfölu andlitinu. Augun horfðu á hann andartak áður en hann snögghemlaði. Það heyrðist ískur í hemlum og reykjarlyktin af hjólbörðunum barst að vitum hans þegar hann stöðvaði bílinn. Eitt augnablik sat hann skelfingu lostinn, horfði fram fyrir sig og sá engan. Ekkert nema mannlausa götuna skammt frá heimili sínu. Hann stökk út úr bílnum, sannfærður um að hann hefði ekið á hana og hún lægi alblóðug á malbikinu. En hann hafði hvorki fundið né heyrt dynk. Hafði honum hugsanlega tekist að sneiða framhjá henni? Hafði þetta kannski alls ekki verið kona? Næstu andartök stóð hann kyrr á götunni með bíldyrnar opnar og vélina í gangi. Hann var hræddur við það sem hann kynni að sjá og enn hræddari við það sem hann sæi kannski ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launsátur
JoRay „Jinx” McCallahan gekk hröðum skrefum inn á skrifstofu lögreglustjórans. Harvey Bessler leit undrandi upp frá skjölunum sem hann var að vinna að. –Leyfðu mér að geta, T.D? sagði hann og andvarpaði. –Hvað á ég að gera við hann? Ég er að skilja við hann. Ég er með nálgunarbann á hann, eins og það geri eitthvað gagn. Ég er búin að hrekja hann af landareigninni með byssu. Þarf ég að skjóta andskotann svo hann haldi sig í burtu? –Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í okkur þegar hann brýtur nálgunarbannið og við komum og sækjum hann. –Og hann losnar nokkrum klukkutímum seinna alveg bálreiður og staðráðinn í að gera líf mitt óbærilegt. Harvey kinkaði kolli til samúðar. –Því miður þá höfum við ekkert annað til þess að halda honum. Nema við gómum hann við að gera eitthvað ólöglegt. Lögreglustjórinn benti henni á að setjast niður og settist svo sjálfur niður og horfði á hana yfir gleraugun sín. –Hvernig líður þér annars? Hún hnussaði og settist niður. Hún hafði komið reglulega á skrifstofuna hans síðan hún var krakki.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Járnvilji
Hank Savage pírði augun þegar búgarður fjölskyldunnar kom í ljós. Sólin skein á óhreina framrúðuna á pallbílnum hans. Hann stöðvaði bílinn, hallaði sér fram á stýrið og virti fyrir sér Cardwell-búgarðinn. Búgarðurinn virtist ekki hafa breyst mikið. Tvílyfta húsið þar sem hann hafði alist upp var nákvæmlega eins og forðum. Minningar kviknuðu um útreiðartúra, virkissmíði í skóginum við lækinn, fjölskylduna sitjandi við stóra eldhúsborðið á morgnana, sólskinið og hláturinn. Hann sá og skynjaði allt sem hann hafði gefið upp á bátinn, allt sem hann hafði flúið og misst. –Er langt síðan? spurði kynþokkafulla, dökkhærða konan í farþegasætinu. Hann kinkaði kolli, ýtti kúrekahattinum upp á ennið og velti því fyrir sér hvern fjandann hann væri að gera þarna. Þetta var slæm hugmynd, jafnvel sú versta sem hann hafði nokkurn tíma fengið. –Ertu farinn að efast? Hann hafði varað hana við stóru fjölskyldunni sinni en hún sagst myndu spjara sig. Hann var ekki svo viss um það. Hann hræddist fátt og var stoltur af því. Hann hikaði til að mynda ekki við að sitja naut. Í starfi sínu sem línumaður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Illur ásetningur
Um leið og Fiona fann bréfið í sokkaskúffunni hans Chase þá vissi hún að þetta þýddi eitthvað slæmt. Hún fann óttann flæða um líkamann þannig að hún átti erfitt með andardrátt og hjartað sló á ógnarhraða. Hún studdi sig við kommóðuna og reyndi að telja sjálfri sér trú um að þetta væri ekki svo slæmt. En umslagið var ljós fjólublátt og þetta var augljóslega kvenmannsrithönd. Það sem verra var, Chase hafði haldið bréfinu leyndu. Það var engin önnur ástæða fyrir því að bréfið var í sokkaskúffunni hans. Hann hafði ekki viljað að hún sæi það vegna þess að það var frá annarri konu. Nú óskaði hún þess að hún hefði ekki verið að hnýsast. Hún hafði notað aukalykilinn sem hún lét búa til og stolist inn. Hún fann að hann hafði verið að draga sig frá henni upp á síðkastið. Hún hafði fengið þessa tilfinningu oft áður en hún ætlaði ekki að leyfa þessum manni að kremja hjarta sitt. Hún ætlaði heldur ekki að leyfa annarri konu að taka hann frá sér. Þess vegna varð hún að komast að því af hverju hann hafði ekki hringt í hana, svarað skilaboðum hennar og af hverju hann forðaðist hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.