Ást og óvissa

Öryggisbrestur
Öryggisbrestur

Öryggisbrestur

Published Maí 2021
Vörunúmer 335
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þegar Gemma Hanson opnaði útidyrahurðina var dauðaþögn í húsinu.
Öryggiskerfið gaf ekki frá sér neitt hljóð.
Ekkert blikkandi ljós sem varaði hana við að kerfið myndi fara í gang eftir tíu sekúndur. Það þýddi bara eitt, það hafði einhver átt við kerfið.
Morðinginn hafði fundið hana.
Óttinn kom, ískaldur eins og rakvélablað sem skarst í hana og hann dró fram minningarnar.
Minningar sem skáru dýpra í huga hennar en óttinn.
Hún missti pokann og lyklana sem hún hélt á og greip byssuna sína sem hún var með í veskinu. Hún varð samt einhvern veginn hræddari við það að halda á byssunni vegna þess að innst í huga sér vissi hún að það yrði ekki nóg
til þess að stoppa hann.
Nei.
Morðinginn myndi ná henni í þetta skiptið.
Hann myndi klára það sem hann byrjaði á fyrir ári síðan og hann myndi vera viss um að slitróttur andardráttur hennar væri hennar síðasti.
Hún stóð kyrr og reyndi að hægja á hjartslættinum svo hún gæti hlustað eftir honum inni í litla húsinu. Það myndi þýða lítið að hlaupa. Hún hafði lært það af fyrri kynnum við hann, hann vildi láta hana hlaupa.
Þetta var leikur fyrir honum og hann var góð­ ur í leiknum, þannig náði hann að skjóta þrem skotum í hana áður en hún náði að flýja, síðast þegar þau hittust.
–Hvar ertu? spurði Gemma og stóð enn í dyrunum. Hún náði bara að hvísla orðin. Húsið var hljótt, of hljótt. Þögult sem gröfin.
Hann svaraði ekki, enginn svaraði, þannig að Gemma prófaði aftur. Í þetta skiptið ákvað hún að nota nafnið hans.
–Eric?
Rödd hennar var aðeins sterkari í þetta skiptið og hún hljómaði sterkari en hún var. Það var samt ekki nóg til þess að hræða hann í burtu. Ef Eric Lang væri hræddur við eitthvað þá vissi Gemma ekki hvað það var. Þrátt fyrir að það væri hennar sérgrein, að vita ótta annarra.
Það var sérgrein hennar, leiðrétti hún sjálfa sig.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is