Ást og óvissa

Ógnir fjallanna
Ógnir fjallanna

Ógnir fjallanna

Published Febrúar 2015
Vörunúmer 2. tbl. 2015
Höfundur Alice Sharpe
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Hann var í jakkafötum, en sat á grýttum árbakka
þar sem áin rann í sjóinn. Hún flæddi yfir fætur
hans, en þeir voru svo dofnir að hann fann ekki fyrir
því. Hann dró fæturna á þurrt og litaðist um.
Hann sá fjöll og tré, kletta og vatn. Sólin var
lágt á lofti. Hvar var hann? Hvernig komst hann
hingað? Hann leit upp með ánni og sá foss. Síðan
leit hann á rifnu jakkafötin sín, sárin og skrámurnar
á húðinni.
Hafði hann fallið fram af fossbrúninni?
Hver var hann? Hvað hét hann?
Hann hlaut að vera með einhvers konar skilríki á
sér.
Í blautum vösunum fann hann ekkert annað en
smámynt. En undir jakkanum kom í ljós axlarslíður
og í því var hálfsjálfvirk byssa.
Hvað var hann að gera með skammbyssu þarna
úti á víðavangi? Ósjálfrátt kannaði hann byssuna.
Hún var hlaðin og tilbúin fyrir...
Tilbúin fyrir hvað?
Hann mundaði vopnið og horfði niður eftir
ströndinni. Lítill fugl tyllti sér á stein. Hann kom
auga á lítinn rekaviðardrumb og miðaði á hann.
Þegar hann hleypti af flaug fuglinn upp, felmtri
sleginn. Drumburinn splundraðist.
Byssan var í lagi.
Hvellurinn bergmálaði upp með ánni og hann
hrökk við er hann uppgötvaði að hann hafði gefið
upp staðsetningu sína mjög nákvæmlega, líkt og um
ögrun eða áskorun væri að ræða. Hárin risu á höfði
hans. Oft var í holti heyrandi nær.
Hann svimaði þegar hann stóð

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is