Ást og óvissa

Fjölskyldujól
Fjölskyldujól

Fjölskyldujól

Published Október 2018
Vörunúmer 10. tbl. 2018
Höfundur B.J. Daniels
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þá var bara svefnherbergið eftir. Hún gekk hljóðlaust að því en vonaði að hún hefði rangt fyrir sér, vissi samt að einhver hefði verið hérna.
En af hverju að brjótast inn nema viðkomandi ætlaði að taka eitthvað?
Eða skilja eitthvað eftir?
Eins og þegar hún var 11 ára og fann blóðuga öxi í brunastiganum fyrir utan gluggann hjá sér.
Skilaboðin voru handa pabba hennar og hann sagði henni að þetta væri kjúklingablóð. Eða kannski væri þetta ekki alvörublóð. Eins og hún myndi ekki sjá að hann var hræddur. Eins og þau hefðu ekki pakkað eigum sínum niður í
ferðatöskur og lagt á flótta um miðja nótt.
Hún gekk að opinni svefnherbergishurðinni.
Herbergið var svo lítið að þar var ekki pláss fyrir neitt nema rúm og náttborð með einni hillu.
Bókin sem hún hafði verið að lesa lá á náttborðinu, ekkert annað.
Tvíbreiða rúmið var umbúið, eins og hún hafði skilið við það.
Hún ætlaði að snúa sér við þegar hún sá glitta í eitthvað útundan sér. Það rann kaldur hrollur niður hryggsúluna, hún lét byssuna detta niður í töskuna og gekk nær. Einhverju hafði verið stungið milli koddanna og sængurinnar. Hún tók varlega í sængina og dró hana frá, sentimetra eftir sentimetra, bjó sig undir eitthvað blóðugt og sundurlimað.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is