Ást og óvissa

Duldar minningar
Duldar minningar

Duldar minningar

Published Júlí 2020
Vörunúmer 325
Höfundur Cassie Miles
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Kræklóttar trjágreinar rifu í ermarnar á peysunni hennar og rispuðu berar hendur hennar er hún flýtti sér út úr þéttri trjáþyrpingu í fjallshlíðinni. Nýfallinn snjór þakti jörðina og síðdegissólin gægðist út á milli skýja. Samt greindi hún ekki vel trén hinu megin við rjóðrið. Hún hríðskalf. Þótt hún myndi skilja eftir sig slóð þrammaði hún rakleitt yfir rjóðrið. Þeir myndu koma á hæla henni.
Hvaða menn voru þetta með skotvopnin?
Hún leit um öxl en sá þá ekki koma á eftir sér.
Hún lagði við hlustir en heyrði ekki til þeirra.
Þeir höfðu skilið hana eftir í sendlabílnum, liggjandi á gólfinu aftur í. Hún hafði ekki hreyft sig, ekki opnað augun. Þeir héldu þá líklega að hún væri meðvitundarlaus. Einn þeirra hafði ýtt við henni með fætinum en hún hafði ekki sýnt nein merki um að vera með rænu. Þeir höfðu rætt um að taka hana með inn í bjálkahúsið en horfið frá því ráði. Þeir höfðu ekki viljað halda á henni. Þeim var sama þótt hún yrði úti þarna í bílnum. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is