Ást og afbrot

Þolraunin
Þolraunin

Þolraunin

Published Apríl 2015
Vörunúmer 343
Höfundur Elle James
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Elena Sophia Carranza gaf inn til að komast upp bratta og
grýtta hæðina og halda í við Hector. Til allrar hamingju hafði
hann gefið sér tíma til að kenna henni að aka vélhjóli við erfiðar
aðstæður. Erfiðara landslag fyrirfannst varla en við Big Bendþjóðgarðinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
–Þú getur þetta, ungfrú Elena, en þú verður að sýna dirfsku,
hafði Hector sagt þegar þau hófu flóttann háskalega. –Þegar
við erum lögð af stað eigum við ekki afturkvæmt.
Það hafði hún vitað allt frá byrjun. Antonio, fyrrverandi
unnusti hennar, myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann fyndi
hana. Ef það gerðist fengi hún svo sannarlega fyrir ferðina.
Hún hafði kreist höndina á Hector. –Þú verður að kalla mig
Sophiu héðan í frá. Elena er ekki lengur til.
–Já, hafði hann sagt áður en hann settist á hjólið sitt og
brunaði af stað.
Miklu skipti að Sophia einbeitti sér að takmarki sínu. Annars
dæi hún. Margir höfðu fórnað miklu til að hjálpa henni að
komast út úr búðunum. Hector hafði hætt lífinu og framtíð
sinni til að hjálpa henni að komast áleiðis. Það minnsta sem
hún gat gert fyrir hann var að halda í við hann og aka ekki svo
hægt að það stofnaði þeim í hættu. Þau voru komin yfir landamærin til Bandaríkjanna og enn hafði enginn orðið þeirra var.
Nú þurftu þau bara að útvega sér aðstoð.
Þau höfðu farið yfir Rio Grande á vaði fyrir dögun og haldið
inn í gljúfrin, eftir stígum sem hlykkjuðust upp og niður. Þau
hugðust komast eins langt norður og mögulegt var áður en

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is