Ást og afbrot

Brennuvargurinn
Brennuvargurinn

Brennuvargurinn

Published Maí 2020
Vörunúmer 404
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Kara sneri sér undan brennheitum geislum júlísólarinnar. Þetta var heitasta og þurrasta sumar á Skuggatanga í Kentucky frá því að mælingar hófust. Hún var afar þakklát fyrir raka goluna sem barst frá gosbrunninum í Minningargarðinum. Casey, litla stúlkan hennar, var aftur á móti steinsofandi og virtist ekki gera sér grein fyrir því að mamma hennar var að bráðna í síðdegishitanum.
Þannig var Casey. Alltaf sátt, sæl og sallaróleg. Alls ekki eins og börnin sem aðrar mæður höfðu sagt Köru frá. Átta
vikna gömul hafði Casey verið farin að sofa alla nóttina. Nú var hún fjögurra mánaða og hvers manns hugljúfi.
Kara þurrkaði svitann af enninu með handleggnum. Fyrir ári hafði hún hlaupið fimm kílómetra fyrir dögun. Þessa dagana gekk hún í mesta lagi hálfa þá vegalengd fyrir kvöldmat.
Ekki bætti hitinn úr skák.
Hún lagði barnakerrunni í skugga gamallar eikar og skoðaði skrefamælinn. Klukkan var orðin tíu að morgni og hún enn
þúsund skrefum frá markmiði sínu. Hún yrði að vinna þetta upp innandyra. Hitinn jókst enn og brátt þyrfti Casey að fá að borða.
Kara andaði að sér anganinni úr blómabeðunum og matarvögnunum sem stóðu hér og þar í Minningargarðinum. Síðan
tyllti hún sér á breiðu marmarabrúnina á gosbrunninum og beið þess að hjartslátturinn yrði eðlilegur áður en hún gengi
síðasta spölinn að bílnum. Hún saup dreggjarnar úr vatnsflöskunni og lygndi aftur augunum.
–Fallegur dagur.
Hún galopnaði augun er hún heyrði karlmannsrödd.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is